ALMENNIR SKILMÁLAR E-CONTENT

Skiptist í tvennt: (I) almennir skilmálar fyrir bókakaup og (II) almennir skilmálar fyrir lán.

ALMENNIR SKILMÁLAR FYRIR BÓKAKAUP (I)

Seljandi er E-Content ehf., kt. 511115-2210, Ármúla 29, 108 Reykjavík, hér eftir seljandi. Vefsíður félagsins eru 1909.is, hradpeningar.is, kredia.is, smalan.is og mula.is, hér eftir nefndar vefsíður seljanda.

Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning. Kaupandi verður að vera fjárráða til þess að eiga viðskipti á vefsíðum seljanda.

Eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á vefverslunum á vefsíðum seljanda. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annars vegar og kaupanda hinsvegar. Þegar sérstökum ákvæðum þessa skilmála sleppir gilda um viðskiptin lög um neytendakaup nr. 48/2003 og eftir atvikum lög um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000.

Seljandi selur rafbækur á PDF formi (sem t.d. forritið Acrobat Reader getur lesið. Sækja má forritið á heimasíðu (Adobe). Seljandi ábyrgist ekki að öll tæki geti lesið PDF skrár né útvegar hann forrit til að lesa rafbókina.

1. Pöntun

Þegar kaupandi hefur staðfest pöntun á vefsíðum seljanda telst hún bindandi milli aðila. Seljandi sendir kaupanda pöntunarstaðfestingu um leið og pöntun er skráð að því gefnu að kaupandi hafi réttilega gefið upp netfang sitt. Kaupandi er hvattur til að kanna sérstaklega hvort pöntunarstaðfesting er berst honum frá seljanda er í samræmi við pöntun hans.

2. Upplýsingar um vöru

Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, birtingar- og innsláttarvillur í texta og/eða myndum.

Seljandi áskilur sér rétt til þess að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld.

3. Verð

Seljandi áskilur sér rétt til að breyta verði á vöru án fyrirvara. Það verð gildir er fram kemur á pöntunarstaðfestingu kaupanda hverju sinni.

4. Greiðsla

Kaupandi getur innt af hendi greiðslu með debetkorti. Jafnframt býðst kaupanda að taka lán fyrir kaupverðinu, sjá nánar sérstaka skilmála um lán frá seljanda. Ef greitt er með debetkorti er upphæðin skuldfærð við afhendingu.

5. Afhending á vöru

Seljandi leitast við að afhenda vöru um leið og greiðsla er móttekin.

6. Móttaka vöru

Kaupandi skal við móttöku vöru athuga án tafar og innan eðlilegra tímamarka hvort varan sé ógölluð, í samræmi við pöntunarstaðfestingu og vörulýsingu.

Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 30 daga.

7. Galli

Ef vara er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda að bæta úr gallanum, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.

Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega.

Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.

8. Ábyrgð

Ábyrgðir seljanda eru í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 2 ár frá því að kaupandi fékk vöru afhenta. Ef hinsvegar um er að ræða sölu á vöru til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár. Ef söluhlut er ætlaður verulega lengri líftími en almennt gerist er frestur til að kvarta 5 ár. Framvísa þarf pöntunarstaðfestingu og kvittun fyrir kaupum.

Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Þá fellur ábyrgð úr gildi ef átt hefur verið við vöruna án samþykkis seljanda.

Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála, innan eðlilegra tímamarka.

9. Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Hafi kaupandi keypt vöruna í gegnum vefsíður seljanda hefur kaupandi 14 daga til að hætta við kaup á vöru að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er send á netfang sem kaupandi skráir á vefsíðum seljanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.

Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að seljandi hefur móttekið vöru aftur. Upphæð endurgreiðslu skal vera það verð sem kemur fram á pöntunarstaðfestingu.

10. Persónuupplýsingar

Seljandi meðhöndlar persónuupplýsingar um kaupanda vegna notkunar á vefsíðum seljanda í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga á hverjum tíma.

Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar við kaupin, svo sem heimilisfang, símanúmer og netfang.

Viðskiptavinur samþykkir sérstaklega að öll símtöl sem eiga sér stað milli starfsmanna seljanda og viðskiptavinar/kaupanda kunni að verða hljóðrituð, án þess að þess sé sérstaklega getið í upphafi hvers símtals, í þeim tilgangi að varðveita heimildir um samskipti milli aðila. Upptökur fara fram samkvæmt heimild í 48. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Viðskiptavinur/kaupandi samþykkir að seljandi megi nota slíkar hljóðritanir í dómsmáli, m.a. gegn viðskiptavini/kaupanda. Seljandi ber enga ábyrgð á því ef símtal hefur ekki verið hljóðritað, enda ábyrgist seljandi ekki að öll símtöl séu hljóðrituð.

Seljandi áskilur sér rétt til að senda viðskiptavini markpóst með tölvupósti. Viðskiptavinur getur þó frábeðið sér þessa þjónustu.

11. Eignarréttur

Vara er eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Reikningsviðskipti, eða önnur lánaform, afnema ekki eignarrétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist seljanda.

12. Lögsaga og varnarþing

Komi til málshöfðunar milli kaupanda og seljanda um túlkun skilmála þessa, gildi þeirra og efndir skal reka það fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.

13. Almennt

Seljandi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, og breyta verðum eða hætta að bjóða uppá vöru eða þjónustu fyrirvaralaust. Verði seljandi fyrir óviðráðanlegu ytri atviki (force majeure) svo sem eldgosi, jarðskjálfta, verkfalli eða þess um líkt, er seljanda heimilt að fresta efndum sínum eða falla frá kaupunum.

ALMENNIR SKILMÁLAR FYRIR LÁN (II)

1. Upplýsingar

E-Content ehf., kt. 511115-2210, Ármúla 29, 108 Reykjavík, hér eftir lánveitandi, býður viðskiptavinum sínum, sem kaupa rafbækur af E-Content, lán til styttri tíma. Um er að ræða lán til allt að 30 daga. Vefsíður E-Content eru 1909.is, hradpeningar.is, kredia.is, smalan.is og mula.is, hér eftir nefndar vefsíður lánveitanda. Þessir samningsskilmálar lýsa samningssambandi vegna lánveitinga lánveitanda til handa viðskiptavini. Aðrir skilmálar gilda um kaup á rafbókum.

Skilmálar þessir skulu skoðast sem hluti af lánssamningi milli aðila. Í skilmálunum er fjallað er um gerð samninga, samskiptaleiðir, tilhögun viðskiptauppgjörs og gjaldfellingu samninga, upplýsingagjöf og önnur atriði.

Í upphafi viðskiptasambands milli lánveitanda og viðskiptavinar og áður en lánveitandi afgreiðir lán í fyrsta skipti til viðskiptavinar verður viðskiptavinur að fylla út umsókn með rafrænum hætti á vefsíðum lánveitanda. Ef sú umsókn er afgreidd með jákvæðum hætti er viðskiptavini send staðfesting þess efnis á tölvupóstfang hans ásamt eintaki af þessum skilmálum. Eftir það getur viðskiptavinur sótt um lán hjá lánveitanda með því að senda lánveitanda SMS smáskilaboð, á vefsíðum lánveitanda, eða með því að hafa samband við þjónustuver lánveitanda með þeim skilyrðum sem getið er í þessum skilmálum og í samræmi við framboð lánveitanda á lánum á hverjum tíma.

Áður en viðskiptavinur sækir um lán ber honum að kynna sér vandlega skilmála þessa. Ekki er hægt að senda rafræna lánsumsókn nema viðskiptavinur staðfesti áður að hann hafi kynnt sér efni þessara skilmála og samþykki efni þeirra.

Með rafrænni umsókn á vefsíðum lánveitanda, með símtali við þjónustuver lánveitanda eða með SMS smáskilaboðum um lánveitingu skuldbindur viðskiptavinur sig til að hlíta þeim kjörum og skilmálum sem gilda um lánveitingar lánveitanda á hverjum tíma. Breytingar á upphaflegri skráningu skal viðskiptavinur tilkynna lánveitanda með því að hafa samband við þjónustuver lánveitanda.

Upplýsingar og samningsskilmálar verða sendar viðskiptavinum á íslensku auk þess sem samskipti við viðskiptavini munu vera á íslensku. Upplýsingar um verð og skilmála má nálgast á vefsíðum lánveitanda.

2. Lán

Um lánveitingar lánveitanda gilda lög nr. 33/2013 um neytendalán.

Um lánveitingar lánveitanda gilda lög nr. 33/2013 um neytendalán.

 • Viðskiptavinur skal vera fjárráða.
 • Viðskiptavinur skal vera orðinn 20 ára gamall.
 • Viðskiptavinur skal uppfylla þær kröfur sem lánveitandi gerir um veitingu lána til viðskiptavina sinna.
 • Viðskiptavinur skal vera rétthafi þess farsímanúmers sem hann skráir hjá lánveitanda. Viðskiptavinur getur einnig skráð sig fyrir farsímanúmeri sem þriðji aðili er rétthafi að, ef fyrir hendi er samningur milli viðskiptavinar og rétthafa um að viðskiptavinur hafi afnotarétt af farsímanúmerinu.
 • Viðskiptavinur skal vera með virkt netfang á samningstíma.

Áður en lánssamningur er gerður mun lánveitandi meta lánshæfi viðskiptavinar. Mat á lánshæfi skal fara fram í samræmi við 10. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán. Standist viðskiptavinur ekki mat á lánshæfi er lánveitanda óheimilt að veita honum umbeðið lán.

Með lánshæfismati leitast lánveitandi við að staðreyna getu viðskiptavinar til að efna lánssamning. Lánshæfismat skal byggt á viðskiptasögu milli viðskiptavinar og lánveitanda og/eða upplýsingum úr gagnagrunni um fjárhagsmálefni og lánstraust. Lánshæfismat felur ekki í sér greiðslumat.

Í þeim tilvikum þar sem engri viðskiptasögu er til að dreifa á milli lánveitanda og viðskiptavinar, er lánveitanda heimilt, að fengnu samþykki viðskiptavinar, að byggja mat sitt á upplýsingum úr gagnagrunni þriðja aðila um fjárhagsmálefni og lánstraust.

Með því að samþykkja skilmála þessa, lýsir viðskiptavinur því yfir að hann sé samþykkur því að lánveitandi hafi heimild til að afla framangreindra upplýsinga í samræmi við 1. tl. 8. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 7. tl. 2. gr. sömu laga.

Eftir að lánsumsókn hefur verið móttekin hjá lánveitanda mun félagið afgreiða umsóknina. Ef niðurstaða lánshæfismats er jákvæð og umsóknin er samþykkt er lánið greitt inn á þann bankareikning sem viðskiptavinur hefur tilkynnt lánveitanda um og tengdur er kennitölu viðskiptavinar.

Ef lánsumsókn er hafnað á viðskiptavinur ekki rétt á rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun nema hann sé skráður á vanskilaskrá. Í þeim tilfellum er viðskiptavini heimilt að leita til CreditInfo (Lánstraust hf.) til að fá að vita hvaða upplýsingar um hann eru á skrá CreditInfo (Lánstraust hf.).

Þá heimilar viðskiptavinur lánveitanda að óska skráningar á vanskilaskrá Creditinfo Lánstrausts hf. þegar vanskil hafa varað í að minnsta kosti 40 daga, að öðrum skilyrðum uppfylltum. Þegar heildarskuldastaða lántaka við lánveitanda nær tilskyldri lágmarksfjárhæð skv. starfsleyfi Creditinfo Lánstrausts hf. þá heimilar lántaki lánveitanda að senda upplýsingar um slíkt til skráningar á vanskilaskrá Creditinfo enda hafi yngstu vanskilin náð 40 daga aldri.

3. Lánskostnaður

Upplýsingar um kostnað viðskiptavinar vegna lána koma fram á heimasíðu lánveitanda þegar sótt er um lán, þær upplýsingar skoðast sem hluti af þessum skilmálum. Viðskiptavinur hefur kynnt sér upplýsingar um kostnað og samþykkir hann.

Árlegt hlutfall heildarlántökukostnaðar, eins og hann er skilgreindur í a. lið 5. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán, af heildarfjárhæð sem neytanda greiðir getur að hámarki verið 50% að viðbættum stýrivöxtum, sbr. 26. gr. sömu laga. Til heildarlántökukostnaðar telst allur kostnaður, þ.m.t. vextir, verðbætur, þóknun, skattar og önnur gjöld sem neytandi þarf að greiða í tengslum við lánssamning og lánveitanda er kunnugt um við samningsgerð, að frátöldum þinglýsingarkostnaði. Kostnaður vegna viðbótarþjónustu í tengslum við lánssamning, einkum vátryggingariðgjöld, er einnig tekinn með í útreikninginn ef skylda er að gera viðbótarþjónustusamning til að lánið fáist eða til að fá það með auglýstum skilmálum og kjörum.

Til viðbótar við lántökukostnað getur lánveitandi krafið viðskiptavin um kostnað sem lánveitandi verður fyrir vegna þess að viðskiptavinur stendur ekki í skilum, m.a. kostnað vegna innheimtuaðvörunar. Komi til vanskila áskilur lánveitandi sér rétt til þess að krefjast hæstu lögleyfðu dráttarvaxta af kröfu sinni á hverjum tíma.

Við innheimtu gjaldfallinna krafna og kostnaðar er farið eftir innheimtulögum nr. 95/2008 og reglugerð nr. 37/2009 um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl., með síðari breytingum. Sjá:

http://www.althingi.is/altext/stjt/2008.095.html

http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/37-2009

Degi fyrir eindaga er viðskiptavini send SMS smáskilaboð þar sem minnt er á gjalddagann/eindagann.

Næsta virka dag eftir eindaga er send innheimtuviðvörun til viðskiptavinar.

Tíu dögum eftir útsendingu innheimtuviðvörunar hefjast milliinnheimtuaðgerðir, þær fela í sér útsendingu milliinnheimtubréfs og ítrekanir þess, ásamt símhringingu til viðskiptavinar. Sjá reglugerð: http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/37-2009

Eftir milliinnheimtuaðgerðir er krafan send í löginnheimtu.

Greiði viðskiptavinur kröfuna ekki til baka á eða fyrir eindaga og krafan er færð í milliinnheimtu og mun kostnaður viðskiptavinar aukast til muna við það. Ef viðskiptavinur greiðir ekki kröfu í milliinnheimtu er krafan send í lögfræðiinnheimtu sem hefur stóraukinn kostnað í för með sér fyrir viðskiptavin.

Viðskiptavinur veitir lánveitanda heimild til að skuldfæra kröfuna auk áfallins kostnaðar af debetkorti viðskiptavinar á eindaga. Ef ekki reynist innstæða á korti viðskiptavinar hefur lánveitandi heimild til að skuldfæra á dags fresti af korti viðskiptavinar þar til krafan ásamt öllum kostnaði hefur verið greidd.

Kostnaður vegna valkvæðrar viðbótarþjónustu sem viðskiptavinur kann að óska eftir telst ekki til heildarlántökukostnaðar.

4. Útgreiðsla, endurgreiðsla og lánstími

Lánsfjárhæð er greidd inn á uppgefinn bankareikning viðskiptavinar í viðskiptabanka hans. Lánveitandi sendir viðskiptavini upplýsingar um hvenær lánið er lagt inn á reikning viðskiptavinar. Lán eru veitt til allt að 30 daga. Viðskiptavinur skal endurgreiða lánið í heild ásamt kostnaði í síðasta lagi á umsömdum eindaga, sem getur mest verið 30 dögum eftir að lán lánveitanda var lagt inn á bankareikning viðskiptavinar. Endurgreiðsla skal fara fram með greiðslu á kröfu í heimabanka viðskiptavinar eða eftir nánari fyrirmælum sem send verða viðskiptavini með SMS smáskilaboðum, tölvupósti eða bréfleiðis.

5. Endurgreiðsla á láni fyrir eindaga

Viðskiptavinur hefur rétt til að endurgreiða lánið hvenær sem er fyrir umsaminn gjalddaga/eindaga, sbr. 18. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán. Kjósi viðskiptavinur að greiða fyrir umsaminn eindaga skal hann eiga rétt á lækkun á heildarlántökukostnaði sem nemur vöxtum og öðrum gjöldum sem greiða átti eftir greiðsludag. Þegar um er að ræða greiðslu fyrir umsaminn eindaga áskilur lánveitandi sér rétt, í samræmi við 18. gr. laganna, til þess að krefjast sanngjarna bóta, uppgreiðslugjalds, sem byggist á hlutlægum grunni vegna kostnaðar sem hann hefur orðið fyrir og tengist beint greiðslu fyrir gjalddaga/eindaga, að því tilskildu að greiðslan fyrir gjalddaga/eindaga sé gerð á tímabili þar sem útlánsvextir eru fastir. Uppgreiðslugjald má að hámarki vera sú fjárhæð sem viðskiptavinur mundi hafa greitt lánveitanda á tímabilinu frá greiðslu fyrir gjalddaga/eindaga og til loka lánstíma samkvæmt samningi aðila.

Kjósi viðskiptavinur að greiða fyrir eindaga skal hann endurgreiða lánsfjárhæðina í samræmi við ákvæði í grein 4 í þessum samningsskilmálum.

6. Meðhöndlun persónuupplýsinga

Lánveitanda er heimilt að safna saman og vinna úr persónuupplýsingum í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og lög nr. 81/2003 um fjarskipti. Þær upplýsingar sem hér um ræðir eru upplýsingar sem lánveitandi notar til að meta lánshæfi viðskiptavinar samkvæmt 10. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán. Er lánveitanda heimilt í þeim tilgangi að afla upplýsinga hjá óháðum aðilum á sviði lánshæfismats eða úr gagnagrunnum um vanskil.

Ýtrasta öryggis er gætt í meðferð persónuupplýsinga og eru bankaupplýsingar viðskiptavinar geymdar með dulkóðuðum hætti.

Viðskiptavinur samþykkir sérstaklega að öll símtöl sem eiga sér stað milli starfsmanna lánveitanda og viðskiptavinar kunni að verða hljóðrituð, án þess að þess sé sérstaklega getið í upphafi hvers símtals, í þeim tilgangi að varðveita heimildir um samskipti milli aðila. Upptökur fara fram samkvæmt heimild í 48. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Viðskiptavinur samþykkir að lánveitandi megi nota slíkar hljóðritanir í dómsmáli, m.a. gegn viðskiptavini. Lánveitandi ber enga ábyrgð á því ef símtal hefur ekki verið hljóðritað, enda ábyrgist lánveitandi ekki að öll símtöl séu hljóðrituð.

7. Mikilvægar upplýsingar og samskipti

Það er forsenda samnings að viðskiptavinur ábyrgist að hann hafi virkt netfang á lánstíma. Tilkynningar frá lánveitanda til viðskiptavinar eru sendar með SMS smáskilaboðum eða tölvupósti á það netfang sem viðskiptavinur hefur tilgreint. Undir tilkynningar lánveitanda falla meðal annars staðfestingar á breytingum, síðari skráningar viðskiptavinar og tilkynningar varðandi samningsskilmála, þar með taldar tilkynningar um breytingar á skilmálum og lántökukostnaði. Lánveitanda er þó frjálst að senda tilkynningar til viðskiptavinarins með venjulegum bréfpósti, tölvupósti eða SMS smáskilaboðum.

Óski viðskiptavinur eftir því að gera breytingar á heimilisfangi, netfangi eða greiðsluformi ber honum að tilkynna lánveitanda um þær hið fyrsta með því að senda tölvupóst á netfangið samband@1909.is, samband@hradpeningar.is, samband@kredia.is, samband@smalan.is eða mula@mula.is.

Með samningi aðila veitir viðskiptavinur lánveitanda heimild til að safna saman og vinna úr persónuupplýsingum í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Um er að ræða upplýsingar um viðskiptavin sem varða notkun hans á þjónustu lánveitanda og mun lánveitandi nýta þær til markaðssetningar eða í því skyni að bjóða viðskiptavini virðisaukandi þjónustu.

Lánveitandi áskilur sér því rétt til að senda viðskiptavini markpóst með tölvupósti. Viðskiptavinur getur þó frábeðið sér þessa þjónustu.

Viðskiptavinur staðfestir að honum sé ljóst að notkun tölvupósts og annarra rafrænna samskiptaleiða getur falið í sér áhættu og að slík samskiptaleið tryggi ekki leynd eða öryggi samskipta. Lánveitandi ber enga ábyrgð á tjóni sem viðskiptavinur kann að verða fyrir vegna þess að framangreindar samskiptaleiðir voru notaðar.

8. Vanefndir

Vanefni viðskiptavinur skuldbindingar sínar verulega að mati lánveitanda áskilur hann sér rétt til þess að gjaldfella öll lán viðskiptavinar þegar í stað. Orðið gjaldfelling felur í sér að lokadagur samnings telst sá dagur sem samningur er gjaldfelldur. Verulegar vanefndir í þessum skilningi teljast alltaf hafa orðið ef eitthvert eftirfarandi tilvika á sér stað:

 • Viðskiptavinur fellur frá.
 • Viðskiptavinur tekur upp fasta búsetu utan Íslands.
 • Viðskiptavinur flytur aðsetur innanlands en tilkynnir lánveitanda ekki um nýtt aðsetur innan 14 daga.
 • Netfang viðskiptavinar verður óvirkt áður en hann hefur tilkynnt lánveitanda um nýtt netfang.
 • Viðskiptavinur hefur gefið lánveitanda rangar upplýsingar vegna lánveitingarinnar.

9. Ýmis ákvæði

Ef eitthvert ákvæði samningsskilmála þessara, eða samnings sem gerður er á grundvelli þeirra, verður metið andstætt lögum af þar til bæru yfirvaldi eða dómur telur að víkja beri frá því á einhvern hátt, skal það ákvæði teljast ógilt en samningsskilmálarnir að öðru leyti standa óbreyttir og gilda milli lánveitanda og viðskiptavinar.

Samningsskilmálar þessir og samningar sem gerðir eru á grundvelli þeirra milli lánveitanda og viðskiptavinar eru tæmandi lýsing á samningssambandi aðila, réttindum þeirra og skyldum og ganga framar fyrri skuldbindingum og samskiptum, hvort heldur munnlegum, skriflegum eða með öðrum hætti.

Viðskiptavinur getur ekki framselt réttindi sín eða skyldur samkvæmt skilmálum þessum eða samningum sem gerðir eru á grundvelli þeirra nema með skriflegu samþykki lánveitanda. Á hinn bóginn er lánveitanda heimilt að framselja réttindi sín og skyldur samkvæmt samningi þessum í heild eða að hluta til þriðja aðila.

Skilmálar þessir eru með fyrirvara um óvænt og óviðráðanleg atvik (Force Majeure) sem aðilar fá ekki við ráðið og áhrif geta haft á efndir skilmála þessara og samninga sem gerðir eru á grundvelli þeirra.

Ákveði opinber yfirvöld, t.d. skattayfirvöld að leggja á skatta, gjöld eða álögur á viðskipti sem samningsskilmálar þessir taka til, skuldbindur viðskiptavinur sig til þess að greiða slíkt beint til viðkomandi yfirvalda að skaðlausu fyrir lánveitanda.

Lánveitandi getur ekki borið neina ábyrgð á tjóni, beinu eða óbeinu, sem kann að orsakast af vanefndum eða öðrum misgjörðum innlánsstofnana sem viðskiptavinir geta stundað viðskipti við. Þá ber lánveitandi enga ábyrgð á misgjörðum þriðja aðila gagnvart viðskiptavini, svo sem vegna heimildarlausrar notkunar þriðja aðila á viðskiptamannareikningi viðskiptavinar hjá lánveitanda.

Lánveitandi ber enga ábyrgð á tjóni, beinu og óbeinu, sem kann að orsakast af tæknilegum bilunum eða villum í hugbúnaði, stýrikerfum, netkerfum, fjarskiptakerfum (þ. á m. símum, faxtækjum og hliðstæðum búnaði), rofi eða truflunum í slíkum kerfum, rafmagnsleysi, bilunum og truflunum í tækjum og vélbúnaði hvort sem slíkur búnaður er í eigu lánveitanda eða notaður af lánveitanda eða af hálfu annarra.

Nú kemst ástand eða aðstaða á sem vísað er til hér að framan og það kemur í veg fyrir að lánveitandi geti innt af hendi samningsskyldur sínar við viðskiptavin sinn, í heild eða að hluta, og skal þá skylda lánveitanda frestast þar til framangreindu ástandi léttir og hægt er að framkvæma þau. Ef framangreint ástand leiðir til þess að ekki er hægt að inna af hendi greiðslur eða taka við greiðslum í samræmi við samningsskyldur, skulu hvorki viðskiptavinur né lánveitandi þurfa að greiða vexti vegna þess að slíkar greiðslur frestast.

Lánveitandi skal ekki bera ábyrgð þótt fjarskiptasamband rofni um stund. Viðskiptavinur getur ekki krafið lánveitanda um bætur vegna tjóns, beins eða óbeins, vegna sambandsleysis, rofa á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri fjarskiptanetsins hvort sem slíkt má rekja til línubilana, bilana í stöðvum eða annarra ástæðna, sbr. 40. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti. Lánveitandi ber ekki ábyrgð á tjóni sem verður við tengingu farsíma eða við að koma á netsambandi. Þá ber lánveitandi ekki ábyrgð á því að fjarskiptasamband rofni um stund, að sambandsleysi eigi sér stað eða aðrar truflanir verði á þjónustu lánveitanda. Lánveitandi ber ekki ábyrgð á tjóni sem þriðji aðili kann að valda.

Lánveitandi tekur ekki ábyrgð á því ef fjarskipti viðskiptavinar eru hleruð í gegnum kerfi lánveitanda af þriðja aðila.

10. Misnotkun

Lánveitandi mun tilkynna CreditInfo (Lánstraust hf.) eða öðrum þar til bærum aðilum um vanefndir viðskiptavinar í samræmi við lög sem um þá starfsemi gilda. Öll brot verða kærð til lögreglu.

11. Ábendingar

Ábendingar skal senda með tölvupósti á eitt af þeim netföngum sem tilgreind eru á vefsíðum lánveitanda.

Ef viðskiptavinur er ekki ánægður með svör lánveitanda getur hann höfðað mál gegn lánveitanda eftir almennum málsmeðferðarreglum laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. Jafnframt getur viðskiptavinur sent kvörtun á Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Neytendastofa, Borgartúni 21, Reykjavík, annast eftirlit með lögum um neytendalán nr. 33/2013. Fjármálaeftirlitið, Höfðatúni 2, Reykjavík, annast eftirlit með lögum nr. 33/2005 um fjarsölu á fjármálaþjónustu.Um samningssamband lánveitanda og viðskiptavinar gilda íslensk lög. Ekki eru fyrir hendi tryggingarkerfi vegna lánssamningsins.

12. Réttur til að falla frá samningi

Um réttarsamband lánveitanda og viðskiptavinar gilda lög nr. 33/2013 um neytendalán og lög nr. 33/2005 um fjarsölu á fjármálaþjónustu. Samkvæmt 16. gr. laga um neytendalán hefur viðskiptavinur rétt til að falla frá samningi þessum án greiðslu viðurlaga og án þess að tilgreina nokkra ástæðu, enda sendir viðskiptavinur tilkynningu þar að lútandi til lánveitanda innan 14 almanaksdaga frá þeim degi sem viðskiptavinur móttekur þessa skilmála eða lánssamningur er gerður. Frestur til að falla frá samningi byrjar að líða þegar viðskiptavinur hefur móttekið þessa skilmála með hefðbundnum pósti eða tölvupósti. Ef síðasti dagur frestsins fellur á helgi eða er frídagur, lýkur frestinum næsta virka dag.

Þegar viðskiptavinur hefur sent lánveitanda lánsumsókn í gegnum vef lánveitanda eða með SMS smáskilaboðum hefur viðskiptavinur óskað eftir að lánveitandi afgreiði lán til handa sér. Ef viðskiptavinur óskar eftir að falla frá samningi í samræmi við framangreint skal viðskiptavinur beina erindi þess efnis með skriflegum hætti til lánveitanda áður en fresturinn rennur út. Viðskiptavinur skal greiða lánveitanda höfuðstól, áfallna vexti og verðbætur frá því að lánið var greitt út og til þess dags þegar höfuðstóll er endurgreiddur, án óþarfa tafa og eigi síðar en 30 almanaksdögum eftir að viðskiptavinur sendir lánveitanda tilkynningu um að hann hyggist falla frá samningi; reikna skal vexti á grundvelli útlánsvaxta sem samningur kveður á um. Til að tryggja sönnun má t.d. senda bréf til lánveitanda með ábyrgð og geyma kvittun frá póstinum. Réttur til að falla frá samningi gildir ekki um þá samninga sem hafa verið efndir að fullu af báðum aðilum að ósk viðskiptavinar.

Tilkynningu um að viðskiptavinur falli frá samningi skal beina til lánveitanda á eftirfarandi heimilisfang með sannanlegum hætti: E-Content ehf., Ármúla 29,108 Reykjavík.

Óski viðskiptavinur eftir að segja upp samningssambandi við lánveitanda af öðrum ástæðum skal tilkynningu þar um beint á ofangreint heimilisfang með sannanlegum hætti. Eftir uppsögn getur viðskiptavinur ekki óskað eftir nýju láni.

13. Ágreiningur og lögsaga

Um samning aðila gilda íslensk lög. Ágreiningsmál vegna samnings aðila skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

14. Gildistaka

Samningurinn tekur gildi um leið og viðskiptavini er send staðfesting á skráningu.

15. Gagnaöflun

Viðskiptavinur lýsir því yfir að hann sé samþykkur því að lánveitandi hafi heimild til að afla upplýsinga um lánshæfni viðskiptavinar í samræmi við 1. tl. 8. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 7. tl. 2. gr. sömu laga. Hafi viðskiptavinur veitt lánveitanda leyfi til lánshæfnismats á síðustu þremur mánuðum þá staðfestir hann hér með að þær upplýsingar sem matið byggðist á hafi ekki breyst og fjárhagsstaða hans er ekki verri en þegar matið var framkvæmt.

Viðauki við lánaskilmála - áhættumat

Viðskiptavinur veitir E-Content ehf. heimild til að sækja upplýsingar um sig til Creditinfo, s.s. áhættumat (score), upplýsingar úr vanskilaskrá og öðrum gagnagrunnum sem félagið rekur enda byggi slíkt á lögvörðum hagsmunum E-Content ehf.. Hluti upplýsinga frá Creditinfo byggja á samkeyrslu gagna og geta innihaldið sögulegar upplýsingar um þróun vanskila og áhættumats. Viðskiptavinur samþykkir að slíkar upplýsingar séu notaðar við ákvörðunartöku í tengslum við lánsviðskipti, eftirlit í tengslum við slík viðskipti, boð um tiltekin kjör og í öðrum þeim tilvikum þegar E-Content ehf. hafa lögvarða hagsmuni af notkun umræddra upplýsinga. Að sama skapi veitir viðskiptavinur heimild til þess að innheimtuaðilar er sjá um innheimtur vanskilakrafna fyrir E-Content ehf. til að sækja fyrrnefndar upplýsingar til Creditinfo enda byggi slíkt á lögvörðum hagsmunum E-Content ehf.. Viðskiptavinur heimilar E-Content ehf. að miðla skráðu nefangi sínu til Creditinfo vegna uppflettingar á CIP mati og að Creditinfo geti sent tilkynningu með tölvupósti þess efnis til viðskiptavinar. Allar nánar upplýsingar um hlutaðeigandi upplýsingar Creditinfo, og kunna að vera notaðar af E-Content ehf., má finna á http://www.creditinfo.is.

Staðlaðar upplýsingar um neytendalán.

1. Upplýsingar um lánveitanda og lánamiðlara.

Lánveitandi: E-Content ehf. 511115-2210
Heimilisfang : Ármúla 29, 108 Reykjavík
Símanúmer : 511-1917
Tölvupóstfang : samband@1909.is
samband@hradpeningar.is
samband@kredia.is
samband@smalan.is
mula@mula.is
2. Lýsing á helstu einkennum lánssamnings.
Tegund láns Skammtímalán.
Heildarfjárhæð láns. Hér er átt við hámarksfjárhæð sem heimilt er að nýta samkvæmt lánssamningi 10.000 kr. - 80.000 kr.
Skilyrði fyrir nýtingu láns. Hér er átt við hvernig og hvenær andvirði láns er greitt út Lánshæfismat er framkvæmt, reynist það jákvætt fær viðskiptavinurinn lán. Lánið er millifært þegar niðurstaða lánshæfismats liggur fyrir.
Gildistími lánssamnings 15, 22 eða 30 dagar.
Afborganir og, ef við á, í hvaða röð þeim er skipt niður. Hér er ekki átt við niðurgreiðslutöflu, en um hana gilda ákvæði 25. Gr. Laganna Engar afborganir heldur ein greiðsla á eindaga.
Heildarfjárhæð sem þarf að greiða: Hér er átt við lánsfjárhæð auk vaxta og hugsanlegs kostnaðar sem tengist lánssamningi Lán Fjöldi daga Til greiðslu
10.000 ISK 15 10.180 ISK
10.000 ISK 22 10.265 ISK
10.000 ISK 30 10.365 ISK
20.000 ISK 15 20.360 ISK
20.000 ISK 22 20.530 ISK
20.000 ISK 30 20.730 ISK
30.000 ISK 15 30.540 ISK
30.000 ISK 22 30.795 ISK
30.000 ISK 30 31.095 ISK
40.000 ISK 15 40.720 ISK
40.000 ISK 22 41.060 ISK
40.000 ISK 30 41.460 ISK
50.000 ISK 15 50.900 ISK
50.000 ISK 22 51.325 ISK
50.000 ISK 30 51.825 ISK
60.000 ISK 15 61.080 ISK
60.000 ISK 22 61.590 ISK
60.000 ISK 30 62.190 ISK
70.000 ISK 15 71.260 ISK
70.000 ISK 22 71.855 ISK
70.000 ISK 30 72.555 ISK
80.000 ISK 15 81.440 ISK
80.000 ISK 22 82.120 ISK
80.000 ISK 30 82.920 ISK
3. Lánskostnaður.
Árleg hlutfallstala kostnaðar.Þetta er heildarlántökukostnaður, lýst sem árlegum hundraðshluta af heildarfjárhæð láns. Árleg hlutfallstala kostnaðar auðveldar samanburð mismunandi lánstilboða ÁHK er mismunandi eftir lánsfjárhæð og lánstíma, þó aldrei hærri en 50% að viðbættum stýrivöxtum.
Er það skylda, til að geta fengið lánið eða fá það með auglýstum skilmálum og skilyrðum,
 • að kaupa tryggingu sem tengist láninu eða
 • að gera annan samning um viðbótar¬þjónustu?
Ef lánveitandi þekkir ekki kostnað við þessa þjónustu er hann ekki talinn með í árlegri hlutfallstölu kostnaðar
Nei

NEI
Tengdur kostnaður.
Kostnaður vegna greiðslu eftir gjalddaga : Vangoldnar greiðslur gætu haft alvarlegar afleiðingar (t.d. nauðungarsölu) og gert neytanda erfiðara um vik að fá lán í framtíðinni Standi viðskiptavinur ekki í skilum getur E-Content krafið viðskiptavin um útgjöld sem fyrirtækið verður fyrir auk alls aukakostnaðar. Við innheimtu gjaldfallins kostnaðar er farið eftir innheimtulögum nr. 95/2008 og reglugerð nr. 37/2009. Ef afborgun er ekki greidd á gjalddaga ber viðskiptavini að greiða dráttarvexti á gjaldfallna fjárhæð samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu sem reiknast frá gjalddaga og til greiðsludag. Næsta virka dag eftir eindaga er send innheimtuviðvörun til viðskiptavinar. Tíu dögum eftir árangurslausar innheimtuviðvaranir fara af stað svonefndar milliinnheimtuaðgerðir en þær fela í sér að senda, jafnvel ítrekað, innheimtubréf ásamt símhringingum til viðskiptavinar. Kostnaður við milliinnheimtuaðgerðir getur orðið verulegur. Beri þær ekki árangur er krafan send í löginnheimtu.
4. Aðrir mikilvægir lagalegir þættir.
Réttur til að falla frá samningi nýttur. Neytandi hefur fjórtán almanaksdaga frest til að falla frá lánssamningi án þess að tilgreina ástæðu. Já.
Endurgreiðsla fyrir gjalddaga Neytanda er heimilt að standa skil á skuldbindingum sínum samkvæmt lánssamningi, að öllu leyti eða hluta, fyrir þann tíma sem umsaminn er Já.
Leit í gagnasafni. Ef lánsumsókn er hafnað á grundvelli leitar í gagnagrunni skal lánveitandi upplýsa neyt-anda, þegar í stað og honum að kostnaðar¬lausu, um niðurstöður slíkrar leitar og veita nánari upplýsingar um gagnagrunn sem leitað var í
Réttur til að fá drög að lánssamningi: Neytandi á rétt á að fá, samkvæmt beiðni og honum að kostnaðarlausu, afrit af drögum að lánssamningi. Þetta á ekki við ef lánveitandi er, þegar beiðnin er lögð fram, ófús að gera lánssamning við neytand.
Ef við á: Tímabilið sem lánveitandi er bundinn af upplýsingum sem veittar voru áður en samningur er gerður. Þetta skjal er ekki tilboð heldur aðeins til upplýsinga í samræmi við lög nr. 33/2013 um neytendalán. Ef að E-Content ehf. breytir vöxtum eða tilkynnir vaxtabreytingar á þessari tegund af lánum, á tímabilinu frá útgáfu þessa skjals þar til undirskrifaður samningur liggur fyrir, falla þessar upplýsingar úr gildi.Þær upplýsingar er koma fram á upplýsingablaði þessu veita stöðu dagsins sem útreikningurinn var gerður miðað við að aðili uppfylli þau skilyrði sem valin voru við útfyllingu. Endanlegur lánssamningur tekur ávallt mið af þeim kjörum sem lánsumsækjanda bjóðast þegar lánsumsókn hefur verið samþykkt.

5. Viðbótarupplýsingar ef um er að ræða fjarsölu á fjármálaþjónustu.

a) Varðandi lánveitanda

Heimilisfang : Ármúla 29, 108 Reykjavík
Símanúmer : 511-1917
Tölvupóstfang : samband@1909.is
samband@hradpeningar.is
samband@kredia.is
samband@smalan.is
mula@mula.is
Ef við á:
Skráning [Opinber skrá sem lánveitandi er skráður í, svo sem fyrirtækjaskrá, hlutafélagaskrá, samvinnu¬félaga¬skrá, firmaskrá eða skrár Fjármálaeftirlits¬ins]
Eftirlitsstjórnvald Neytendastofa
b) Varðandi lánssamning
Réttur til að falla frá samningi nýttur Um réttarsamband lánveitanda og viðskiptavinar gilda lög nr. 33/2013 um neytendalán og lög nr. 33/2005 um fjarsölu á fjármálaþjónustu. Samkvæmt 16. gr. laga um neytendalán hefur viðskiptavinur rétt til að falla frá samningi þessum án greiðslu viðurlaga og án þess að tilgreina nokkra ástæðu, enda sendir viðskiptavinur tilkynningu þar að lútandi til lánveitanda innan 14 almanaksdaga frá þeim degi sem viðskiptavinur móttekur þessa skilmála eða lánssamningur er gerður. Frestur til að falla frá samningi byrjar að líða þegar viðskiptavinur hefur móttekið þessa skilmála með hefðbundnum pósti eða tölvupósti. Ef síðasti dagur frestsins fellur á helgi eða er frídagur, lýkur frestinum næsta virka dag. Þegar viðskiptavinur hefur sent lánveitanda lánsumsókn í gegnum vef lánveitanda eða með SMS smáskilaboðum hefur viðskiptavinur óskað eftir að lánveitandi afgreiði lán til handa sér. Ef viðskiptavinur óskar eftir að falla frá samningi í samræmi við framangreint skal viðskiptavinur beina erindi þess efnis með skriflegum hætti til lánveitanda áður en fresturinn rennur út. Viðskiptavinur skal greiða lánveitanda höfuðstól, áfallna vexti og verðbætur frá því að lánið var greitt út og til þess dags þegar höfuðstóll er endurgreiddur, án óþarfa tafa og eigi síðar en 30 almanaksdögum eftir að viðskiptavinur sendir lánveitanda tilkynningu um að hann hyggist falla frá samningi; reikna skal vexti á grundvelli útlánsvaxta sem samningur kveður á um. Til að tryggja sönnun má t.d. senda bréf til lánveitanda með ábyrgð og geyma kvittun frá póstinum. Réttur til að falla frá samningi gildir ekki um þá samninga sem hafa verið efndir að fullu af báðum aðilum að ósk viðskiptavinar. Tilkynningu um að viðskiptavinur falli frá samningi skal beina til lánveitanda á eftirfarandi heimilisfang með sannanlegum hætti: E-Content ehf., Ármúla 29,108 Reykjavík. Óski viðskiptavinur eftir að segja upp samningssambandi við lánveitanda af öðrum ástæðum skal tilkynningu þar um beint á ofangreint heimilisfang með sannanlegum hætti. Eftir uppsögn getur viðskiptavinur ekki óskað eftir nýju láni.
Ef við á:
Þau lög sem liggja til grundvallar tengslum lán­veitanda við neytanda áður en lánssamningur er gerður Lög um neytendalán nr. 33/2013, lög um fjarsölu á fjármálaþjónustu nr. 33/2005
Ef við á:
Ákvæði sem segir fyrir um þau lög sem gilda um lánssamninginn og/eða þar til bæran dómstól Ákvæði 13. og 14. gr. samningsskilmála
Val á tungumáli Upplýsingar og samningsskilmálar eru á íslensku svo og samskipti við viðskiptavini.
c) Varðandi úrlausn ágreiningsmála
Tilvist kerfis fyrir kvartanir og úrlausn mála utan réttar og aðgangur að því Neytandi getur skotið ágreiningi er varðar fjárhagslegar kröfur og einkaréttarlega hagsmuni tengda neytendalánum til úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki